Frá Silvíu Nótt í Kastljósið

Silvía Nótt
Silvía Nótt Árvakur/Kristinn

„Ég er farinn að vinna á RÚV,“ segir dagskrárgerðarmaðurinn Gaukur Úlfarsson, maðurinn á bak við dekurdrósina Silvíu Nótt.

Gaukur hefur tekið að sér starf pródúsents í Kastljósinu. Hans fyrsta innslag birtist á miðvikudag þegar hann og Þóra Tómasdóttir hittu við tónlistarmanninn Árna úr hljómsveitinni FM Belfast, sem barðist við lögregluna – og sigraði.

Gaukur er þaulvanur vinnu í sjónvarpi. Hann framleiddi þættina um Silvíu Nótt og starfaði fyrir nokkrum árum sem aðstoðarmaður í þættinum Dagsljós.

„Hérna er mikið stuð. Ég vann á RÚV fyrir nokkuð mörgum árum, þannig að ég er kominn heim,“ segir Gaukur og bætir við að hann hafi aðstoðað margan snillinginn í Efstaleitinu á árum áður.

Aðspurður hvort hugmyndir hans fái að njóta sín í Kastljósinu segist Gaukur vona það. „En þeim verður blandað í allt hitt.“

Þórhallur Gunnarsson, ritstjóri Kastljóssins og dagskrárstjóri RÚV, er hæstánægður með liðsaukann. „Mér líst rosalega vel á hann, öðruvísi hefði ég ekki fengið hann,“ segir hann og játar að frjótt hugmyndaflug Gauks fái að njóta sín í sjónvarpi allra landsmanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup