Frá Silvíu Nótt í Kastljósið

Silvía Nótt
Silvía Nótt Árvakur/Kristinn

„Ég er farinn að vinna á RÚV,“ segir dagskrárgerðarmaðurinn Gaukur Úlfarsson, maðurinn á bak við dekurdrósina Silvíu Nótt.

Gaukur hefur tekið að sér starf pródúsents í Kastljósinu. Hans fyrsta innslag birtist á miðvikudag þegar hann og Þóra Tómasdóttir hittu við tónlistarmanninn Árna úr hljómsveitinni FM Belfast, sem barðist við lögregluna – og sigraði.

Gaukur er þaulvanur vinnu í sjónvarpi. Hann framleiddi þættina um Silvíu Nótt og starfaði fyrir nokkrum árum sem aðstoðarmaður í þættinum Dagsljós.

„Hérna er mikið stuð. Ég vann á RÚV fyrir nokkuð mörgum árum, þannig að ég er kominn heim,“ segir Gaukur og bætir við að hann hafi aðstoðað margan snillinginn í Efstaleitinu á árum áður.

Aðspurður hvort hugmyndir hans fái að njóta sín í Kastljósinu segist Gaukur vona það. „En þeim verður blandað í allt hitt.“

Þórhallur Gunnarsson, ritstjóri Kastljóssins og dagskrárstjóri RÚV, er hæstánægður með liðsaukann. „Mér líst rosalega vel á hann, öðruvísi hefði ég ekki fengið hann,“ segir hann og játar að frjótt hugmyndaflug Gauks fái að njóta sín í sjónvarpi allra landsmanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir