Íslensk húðflúr stækka og stækka

Jón Páll Halldórsson rekur Íslenzku húðflúrsstofuna í Reykjavík.
Jón Páll Halldórsson rekur Íslenzku húðflúrsstofuna í Reykjavík.

 „Mér finnst vera svakaleg vakning í gangi. Það er gífurleg aukning í stórum tattúum og ekkert lát á þessu,“ segir húðflúrarinn Jón Páll Halldórsson sem rekur Íslenzku húðflúrsstofuna í Reykjavík.

Fjögurra mánaða biðlisti er eftir húðflúri hjá Jóni, sem segist eingöngu gera stórar myndir í dag og svarar þannig gífurlegri eftirspurn. „Ég hef verið að gera mikið af mörgum litlum myndum á dag í gegnum tíðina,“ segir Jón Páll. Hann er enginn nýgræðingur og hefur ýmist verið með annan fótinn eða báða í bransanum í 15 ár. „En þetta er komið út í það að fólk fær sér miklu stærri myndir og er að koma aftur og aftur og aftur, til dæmis til að þekja handlegg eða bak.“

Jón Páll segir að húðflúrin séu orðin það stór og hönnun þeirra það flókin að hann taki í það mesta einn viðskiptavin á dag. Jón teiknar hvert húðflúr sérstaklega fyrir hvern viðskiptavin og segir bróðurpart tímans fara í undirbúning, hönnun og teikningu. „Það eru svo fáir sem ég tek í viku sem gerir það að verkum að biðlistinn lengist rosalega. Í gamla daga tók ég fimm á dag,“ segir hann og vísar í þá gömlu góðu þegar lítil tribal-armbönd og kínversk merki á handarbak voru í tísku. Enn fremur segir hann að húðflúr hafi aldrei tapað vinsældum sínum, þó tískubylgjur ráði því hvers lags myndir fólk lætur stimpla varanlega á húð sína.

Sara Mist Sverrisdóttir hjá húðflúrsstofunni House of Pain tilheyrir annarri kynslóð en Jón Páll og er ekki jafn hokin af reynslu. Hún tekur þó undir orð Jóns og segir húðflúrin alltaf jafn vinsæl á Íslandi. „Um leið og maður byrjar getur maður ekki hætt,“ segir hún.

Sara Mist tekur eftir að fólk fær sér stærri tattú í dag en áður, en ítrekar að þau litlu séu ennþá móðins. „Það eru náttúrlega alltaf stelpur að fá sér lítil tattú,“ segir hún. „En fólk er farið að þora að fá sér stærri tattú.“

Húðflúrin spyrja ekki um þjóðfélagshópa að sögn Söru. „Það er byrjað að dreifast aðeins meira hverjir fá sér tattú,“ segir hún. „Það er allt frá litlum skólastelpum upp í gamalt fólk sem er að koma. Það kom meira að segja eldri kona um daginn sem fékk hjarta með „mamma“ áletrað inn í það.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir