Fullt hús var á tónleikum sem haldnir voru til minningar um Bergþóru Árnadóttur tón- og söngvaskáld í Salnum í Kópavogi í gærkvöldi. Bergþóra hefði orðið sextug í gær, en hún lést í mars á síðasta ári. Fjöldi tónlistarmanna kom fram á tónleikunum, þar á meðal Hjörleifur Valsson, Ragnheiður Gröndal, Magga Stína, Lay Low, Svavar Knútur, Jónas Sigurðsson, Björgvin Gíslason, Birgir Bragason, Ástvaldur Traustason og Steingrímur Guðmundsson. Á myndinni má sjá Ragnheiði Gröndal syngja undir vökulu auga Bergþóru.