Þrjár bækur eftir Arnald Indriðason eru meðal tíu söluhæstu glæpasagna í Frakklandi; Kleifarvatn sem er í 4. sætinu, Röddin sem er í því fimmta og Grafarþögn sem er í 7. sæti. Þá komst Kleifarvatn í 9. sætið yfir mest seldu skáldsögur í Frakklandi, samkvæmt lista L'Express.
Sjálfur er Arnaldur nýkominn frá Frakklandi þar sem hann tók við frönsku glæpasagnaverðlaununum fyrir Röddina.