Gullbjörninn til Brasilíu

Jose Padilha, leikstjóri Sérsveitarinnar (Tropa de Elite) og leikkonan Maria …
Jose Padilha, leikstjóri Sérsveitarinnar (Tropa de Elite) og leikkonan Maria Ribeiro með Gullbjörninn í kvöld. AP

Brasilíska myndin Sérsveitin (Tropa de Elite) hlaut Gullbjörninn á kvikmyndahátíðinni í Berlín í kvöld en myndin segir frá spilltum lögreglumönnum fíkniefnadeildar. There Will Be Blood var valin önnur besta mynd hátíðarinnar og breska gamanmyndin Happy-Go-Lucky var valin þriðja besta myndin. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

 Reza Naji var valinn besti leikari hátíðarinnar fyrir hlutverk sitt í The Song of Sparrowsog Sally Hawkins var valin besta leikkonan fyrir leik sinn í Happy-Go-Lucky.

Áður hefur Mike Leigh leikstjóri Happy-Go-Lucky hlotið Gullpálmann á kvikmyndahátíðinni í Cannes og Gullna ljónið í Feneyjum fyrir aðrar myndir sínar og hafði hann vonast til að ná þrennu með Happy-Go-Lucky í Berlín.

.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Loka