Milljónir dala söfnuðust á góðgerðauppboði

Söngvarinn Bono er atkvæðamikill í góðgerðamálum
Söngvarinn Bono er atkvæðamikill í góðgerðamálum Reuters

Listmunauppboð sem söngvarinn Bono og listamaðurinn Damien Hirst héldu til að styrkja baráttuna gegn alnæmi gekk mun betur en vonast hafði verið til og söfnuðust alls 42 milljónir dala,  eða um 2,7 milljarðar króna.

Uppboðið fór fram í gær í New York. Hirst gaf sjö verk til söfnunarinnar, þar á meðal lyfjaskáp með alnæmislyfjum en fyrir hann fengust 7,15 milljónir dala.

Þá seldi listamaðurinn Banksy verkið 'Keep It Spotless' fyrir 1,8 milljónir dala, eða 117 milljónir króna, meira en sex sinnum meira en búist var við.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar