Syngja fyrir Mandela?

Kryddstúlkurnar á sviði.
Kryddstúlkurnar á sviði. Reuters

Búist er við því að hljómsveitin Spice Girls muni verða aðalnúmerið á tónleikum sem haldnir verða í tilefni af 90 ára afmæli Nelsons Mandela í sumar. Fregnir herma að Mandela, sem er fyrrverandi forseti Suður-Afríku, sé mjög hrifinn af sveitinni og vilji endilega fá hana til að leika á tónleiknum.

Stúlkurnar í sveitinni hafa hins vegar lýst því yfir að þær ætli að hætta störfum að loknu tónleikaferðalaginu sem þær klára í þessum mánuði.

„Nelson vill endilega fá þær til þess að syngja í eitt skipti í viðbót, og hann er viss um að hann geti fengið þær til þess. Hann hitti þær fyrst árið 1997 og kallaði þær þá hetjurnar sínar. Hann er mikill aðdáandi þeirra,“ sagði heimildarmaður.

Á meðal annarra sem búist er við að muni koma fram á tónleikunum eru Rolling Stones, Annie Lennox, Bono og Queen, en Robbie Williams mun hugsanlega syngja með síðastnefndu sveitinni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup