Clooney örlátur á Valentínusardaginn

George Clooney og Sara Larson.
George Clooney og Sara Larson. Reuters

George Clooney gisti ásamt kærustunni sinni, Söru Larson, á lúxussvítu í Playboy-turninum í Las Vegas á Valentínusardaginn. Þar kostar nóttin sem svarar ríflega tveim og hálfri milljón íslenskra króna.

Playboy-turninn tilheyrir Palms hótelinu, en í umrædd svíta, Hugh Hefner Sky Villa, er litlir 800 fermetrar og inniheldur m.a. foss, sundlaug, nokkra sjónvarpsskjái, nuddstofu, sánu, margmiðlunarherbergi og tvö svefnherbergi.

Einnig er þar hringlaga snúningsrúm og speglar í loftinu yfir því.

En fyrst áttu Clooney og Sara rómantíska stund yfir kvöldverði á fínum og dýrum veitingastað í Las Vegas, Nove, og horfðu á sýningu hjá Cirque Du Soleil á Mirage-hótelinu.

Á meðan þau biðu eftir límósínunni sem flutti þau í Playboy-turninni fóru þau að syngja og dansa í kringum nærliggjandi gosbrunn. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir