Ekkert kynlíf í tvö ár

Kathleen Turner ásamt Matthew Rhys í leikritinu The Graduate
Kathleen Turner ásamt Matthew Rhys í leikritinu The Graduate Reuters

Leikkonan Kathleen Turner segist ekki hafa stundað kynlíf í tvö ár og hún sakni þess. Turner og eiginmaður hennar, Jay Weiss, skildu, árið 2006.

„Ég og eiginmaður minn fórum í sitt hvora áttina fyrir tveimur árum og mig minnir að skilnaðinum hafi verið lokið í desember. Það er skrýtið, jæja kannski ekki svo skrýtið, en við erum bestu vinir. Við fáum okkur hádegismat saman og hann er enn besti vinur minn. En á sama tíma eru tvö ár liðin frá því ég stundaði kynlíf síðast og ég er farin að sakna þess," segir Turner.

Óreynd á sextugsaldri

Leikkonan, sem er á sextugsaldri,  segist ekki hafa neitt á móti því að fara í samband en hún finni bara engan sem kveiki neistann enda segist hún einungis hafa sængað hjá tveimur karlmönnum um ævina. „Satt að segja hef ég einungis sængað hjá tveimur mönnum um ævina. Það eiga margir erfitt með því að trúa því að ég sé svo óreynd. En ég kynntist eiginmanni mínum og þannig var það bara," sagði Turner í spjallþætti Larry King nýverið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup