McCartney og Mills náðu ekki samkomulagi

Heather Mills þótti áberandi brosmild við dómshúsið á föstudag.
Heather Mills þótti áberandi brosmild við dómshúsið á föstudag.

Ekki náist samkomulag í skilnaðarmáli Bítilsins Paul McCartney og Heather Mills fyrir dómar í London í dag eins og talið hafði verið líklegt. Dómari mun því úrskurða í málinu innan nokkurra vikna. Áður höfðu fréttir borist af því að samkomulag um að McCartney greiddi Mills 60 milljónir punda á næstu fjórtán árum væri í höfn. Þetta kemur fram á fréttavef Sky.

Nicholas Mostyn, lögmaður McCartney staðfesti við dómshúsið í dag að dómari hafi nú málið til úrskurðar. Málið hefur verið rekið fyrir dómara í London undanfarna viku og var gert ráð fyrir að skrifað yrði undir samkomulag í dag.

McCartney var ekki í dómshúsinu í dag en Mills sást fara þaðan brosandi.  

Eignir McCartneys eru metnar á 825 milljónir punda og hefur líkum verið leitt að því að skilnaðurinn verði með þeim dýrustu í sögu Bretlands. Það að dómari skuli úrskurða í málinu þykir hins vegar auka líkurnar á því að tekið verði tillit til þess hversu skammvinnt hjónabandið var.

Úrskurður dómarans verður bindandi en þó geta deiluaðilar áfrýjað honum til ákærudómstóls. Réttarhöld fyrir honum yrðu þá fyrir opnum tjöldum og er talið að McCartney vilji  mikið til vinna til að forðast slíkt.

McCartney og Mills gengu í hjónaband í júní árið 2002 fjórum árum eftir að fyrri eiginkona hans Linda lést úr krabbameini.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leyfðu öðrum að njóta kunnáttu þinnar en varastu allt oflæti, því fyrr en varir ert þú sá sem lærir af öðrum. Ekki hafa áhyggjur af því að þurfa að sanna þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leyfðu öðrum að njóta kunnáttu þinnar en varastu allt oflæti, því fyrr en varir ert þú sá sem lærir af öðrum. Ekki hafa áhyggjur af því að þurfa að sanna þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach