Mills sögð hafa tryggt sér átta milljarða

Heather Mills er hún yfirgaf dómshúsið á fimmtudag. Það vakti …
Heather Mills er hún yfirgaf dómshúsið á fimmtudag. Það vakti athygli að hún var mun brosmildari er hún fór þaðan á föstudag. AP

Bítillinn Paul McCartney er sagður hafa fallist á að greiða fyrrum eiginkonu sinni Heather Mills 60 milljónir sterlingspunda, andvirði tæplega átta milljarða íslenskra króna í skilnaðar- og framfærslugreiðslur,

Samkvæmt samkomulaginu mun Heather fá 20 milljónir punda (2,6 milljarða króna) eingreiðslu þegar skilnaðurinn verður endanlegur auk 2,5 milljóna punda í árlegar framfærslugreiðslur með dóttur þeirra Beatrice þar til hún nær átján ára aldri. Þá samþykkti McCartney að stofna styrktarsjóð fyrir Beatrice sem hún mun fá aðgang að þegar hún nær átján ára aldri.

Mills mun hafa fallist á þá kröfu McCartney að tjá sig aldrei framar opinberlega um skilnað þeirra. Þá mun hún hafa fallist á að búa hluta úr ári á Bretlandi með Beatrice en hún er sögð hafa í hyggju að búa einnig í Póllendi eða Tékklandi.

Samkvæmt samkomulaginu mun McCartney einnig sjá mæðgunum fyrir öryggisvörðum, barnfóstru, ráðskonu, einkaþjálfara og ferðapeningum. Mills mun hins vegar ekki fá neina af húseignum McCartneys í sinn hlut og ekki eiga rétt á erfðum eftir hann að honum látnum.   

Samkvæmt því sem fram kemur á fréttavef Lundúnablaðsins Daily Mail. náðist samkomulag um þetta á föstudag en enn á þó eftir að ganga formlega frá því. Til stóð að málarekstri í máli þeirra lyki á föstudag en málareksturinn var hins vegar framlengdur til dagsins í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu ekki meiri kröfur til sjálfs þín en þú ert fær um að standast. Reyndu að semja við alla sem þú hittir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu ekki meiri kröfur til sjálfs þín en þú ert fær um að standast. Reyndu að semja við alla sem þú hittir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach