Mills sögð hafa tryggt sér átta milljarða

Heather Mills er hún yfirgaf dómshúsið á fimmtudag. Það vakti …
Heather Mills er hún yfirgaf dómshúsið á fimmtudag. Það vakti athygli að hún var mun brosmildari er hún fór þaðan á föstudag. AP

Bít­ill­inn Paul McCart­ney er sagður hafa fall­ist á að greiða fyrr­um eig­in­konu sinni Heather Mills 60 millj­ón­ir sterl­ings­punda, and­virði tæp­lega átta millj­arða ís­lenskra króna í skilnaðar- og fram­færslu­greiðslur,

Sam­kvæmt sam­komu­lag­inu mun Heather fá 20 millj­ón­ir punda (2,6 millj­arða króna) ein­greiðslu þegar skilnaður­inn verður end­an­leg­ur auk 2,5 millj­óna punda í ár­leg­ar fram­færslu­greiðslur með dótt­ur þeirra Be­atrice þar til hún nær átján ára aldri. Þá samþykkti McCart­ney að stofna styrkt­ar­sjóð fyr­ir Be­atrice sem hún mun fá aðgang að þegar hún nær átján ára aldri.

Mills mun hafa fall­ist á þá kröfu McCart­ney að tjá sig aldrei fram­ar op­in­ber­lega um skilnað þeirra. Þá mun hún hafa fall­ist á að búa hluta úr ári á Bretlandi með Be­atrice en hún er sögð hafa í hyggju að búa einnig í Pól­lendi eða Tékklandi.

Sam­kvæmt sam­komu­lag­inu mun McCart­ney einnig sjá mæðgun­um fyr­ir ör­ygg­is­vörðum, barn­fóstru, ráðskonu, einkaþjálf­ara og ferðapen­ing­um. Mills mun hins veg­ar ekki fá neina af hús­eign­um McCart­neys í sinn hlut og ekki eiga rétt á erfðum eft­ir hann að hon­um látn­um.   

Sam­kvæmt því sem fram kem­ur á frétta­vef Lund­úna­blaðsins Daily Mail. náðist sam­komu­lag um þetta á föstu­dag en enn á þó eft­ir að ganga form­lega frá því. Til stóð að mála­rekstri í máli þeirra lyki á föstu­dag en mála­rekst­ur­inn var hins veg­ar fram­lengd­ur til dags­ins í dag.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Það liggur ekkert á og þú átt á hættu að gera alvarleg mistök í öllum þessum hamagangi. Mundu að áhyggjur eru eins og ruggustóll.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Það liggur ekkert á og þú átt á hættu að gera alvarleg mistök í öllum þessum hamagangi. Mundu að áhyggjur eru eins og ruggustóll.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Loka