Eminem gefur út æviminningar

Eminem var geysivinsæll og umdeildur fyrir fáum árum, en lítið …
Eminem var geysivinsæll og umdeildur fyrir fáum árum, en lítið hefur farið fyrir honum að undanförnu Reuters

Það er engu líkara en rapparinn Eminem hafi lagt árar í bát, hann hefur verið í löngu hléi frá tónlist en þess í stað einbeitt sér að því að bæta á sig kílóum. Nýjustu fregnir herma svo að hann hyggist gefa út æviminningar sínar.

Eminem, sem fullu nafni heitir Marshall Bruce Mathers, og kallar sig einnig Slim Shady, er aðeins 35 ára gamall, sem telst líklega ungur aldur til að gefa út æviminningar. Talsmaður bókaútgáfunnar Orion Books segir hins vegar að útgáfan verði mikill viðburður.

„Það hafa allir skoðun á Eminem og telja sig vita hver hann er, þessi bók sneiðir hjá því öllu saman og fer að kjarna málsins, þetta verður ein af bókum ársins."

Sögusagnir af andláti rapparans knáa innan tónlistarbransans munu þó vera orðum auknar, en hann hyggur á plötuútgáfu á þessu ári og hefur platan fengið vinnutitilinn King Mathers. Engin útgáfudagur hefur þó verið ákveðinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir