Fetar í fótspor Marilyn Monroe

Lindsay Lohan skrýddist ljósri hárkollu og fáu öðru er hún sat fyrir á mynd sem minnir á fræga ljósmynd sem tekin var af Marilyn Monroe skömmu áður en hún lést. Og ljósmyndarinn var sá sami.

Myndin af Lohan prýðir forsíðu nýjasta heftis tímaritsins New York.

Ljósmyndarinn, Bert Stern, tók frægar myndir af Monroe fáklæddri fyrir tímaritið Vogue 1962 á Bel-Air hótelinu í Kaliforníu. Fyrr í þessum mánuði tók hann svo myndirnar af Lohan á þessu sama hóteli.

Stern tjáði AP að sér þætti „athyglisvert“ hvernig konur á borð við Lohan og París Hilton og Britney Spears vektu á sér athygli með alræmdu háttarlagi sínu.

Ólíkt því sem verið hafi er hann tók myndirnar af Monroe hafi ekkert áfengi verið haft um hönd er myndirnar af Lohan voru teknar.

Lohan hefur átt erfitt uppdráttar að undanförnu, eftir að hafa farið nokkrum sinnum í áfengis- og fíkniefnameðferð og verið handtekin fyrir ölvunarakstur.

Stern sagðist vona að myndirnar gæfu henni nýtt tækifæri til að koma fram eins og fullorðin kona.

Lohan á forsíðu New York.
Lohan á forsíðu New York. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir