Halla þjálfar Watford

„Þeir komu til mín og báðu mig um að þjálfa þá og ég sagði bara „ekkert mál“,“ segir Halla Vilhjálmsdóttir, leikkona og leikfimikennari, sem hefur verið beðin um að taka enska fyrstudeildarliðið Watford í leikfimitíma. Líklegt er að hún muni taka verkefnið að sér, en frá því verður endanlega gengið á föstudaginn. „Ég hef verið að þjálfa í líkamsræktarstöð hérna í London í frítímanum og hef tekið að mér nokkra tíma svona hér og þar,“ útskýrir Halla. „Watford-liðið var á hóteli rétt hjá stöðinni fyrir leikinn á móti Charlton á laugardaginn og þjálfarinn kom bara að máli við mig og bað mig um að gera þetta.“

En í hverju munu æfingar Höllu felast? „Þjálfarinn sagðist vera að leita að einhverju sem myndi virka slakandi og svolítið skemmtilegt þannig að þeir héldu sér í formi án þess að þeir væru alltaf með hugann við fótbolta. Þannig að ég hugsa að ég fari bara með þá í kickbox og svo í helling af teygjum. Fótboltamenn eru svo andskoti stífir þannig að ég held að þeir myndu fá mest út úr því að vinna með efri hluta líkamans, eitthvað svolítið karlmannlegt. Ég veit hins vegar ekki hvernig þeir myndu taka í það ef ég færi að taka þá í einhverja dansrútínu eða eróbikk.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir