Ekki Marylin heldur Madonna

Reuters

Nektarmynd ein sem fannst á heimili hjóna í Las Vegas líktist svo Marylin Monroe að sérfræðingur í ferli leikkonunnar látnu boðaði til blaðamannafundar til að tilkynna um áður ófundna mynd af stjörnunni. Stjarnan reyndist hins vegar við nánari athugun vera söngkonan Madonna.

Vefsíða tónlistartímaritsins NME segir frá þessu.

Það voru hjónin Lawrence og Phyllis Nicastro sem fundu myndina á heimili sínu í geymslu. Þau ákváðu að láta sérfræðinginn Chris Harris athuga myndina, en hann hefur sérhæft sig í ferli leikkonunnar.

Harris varð samstundis sannfærður um að þar væri á ferðinni mynd af leikkonunni sem aldrei hefði birst áður og boðaði til blaðamannafundar.

Það var svo blaðamaður sem fékk að skoða myndina fyrir blaðamannafundinn sem benti sérfræðingnum á að líklega væri þarna á ferðinni mynd af Madonnu, íklæddri einungis háhæluðum skóm og handtösku.

Harris áttaði sig þá á mistökunum og viðurkennir að atvikið hafi verið vægast sagt neyðarlegt.

Myndin er ein af fjölda djarfra ljósmynda sem teknar voru fyrir bókina „Sex" sem kom út árið 1992.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar