Greiddi starfstúlku 183 krónur í tímakaup

Liz Hurley ásamt eiginmanninum og milljarðamæringnum Arun Nayar.
Liz Hurley ásamt eiginmanninum og milljarðamæringnum Arun Nayar. AP

Hætt hefur verið við  fyrirtöku á máli starfstúlku fyrirsætunnar Elizabeth Hurley gegn vinnuveitenda sínum en starfstúlkan hélt því fram að Hurley, en eignir hennar eru metnar á 13 milljónir punda, hafi greitt sér 1,40 pund, 183 krónur, á tímann. Samkvæmt heimildum BangShowbiz gerðu Hurley og stúlkan, sem heitir Violet,  með sér sátt og fær Violet verulega fjárhæð greidda fyrir að hætta við málshöfðunina og tjá sig ekki um málið. 

Taka átti málið fyrir í Félagsrétti á morgun í Lundúnum. Violet hafði greint frá því að hún hafi þurft að vinna sjö daga vikunnar og oft hafi vinnutíminn verið frá klukkan 7:30 á morgnana þar til þrjú um nóttina. Hún sá meðal annars um þrif, eldamennsku og gætti fimm ára gamals sonar fyrirsætunnar. Fékk hún um 100 pund á viku í laun sem gerir tímakaup upp á 1,40-1,60 pund. Lágmarkslaun í Bretlandi eru 5,52 pund á klukkustund. Violet var sagt upp störfum hjá fyrirsætunni fyrirvaralaust í ágúst sl. og leitaði þá til stéttarfélags.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir