Hey Hey Hey heillar útgáfurisann EMI

„Ef EMI er að bera víurnar í lagið þá gleðst ég af einlægni,“ segir hörkutólið Ceres 4 um nýjustu fréttir af landvinningum Merzedes Club.

Samkvæmt heimildum 24 stunda hefur EMI-útgáfurisinn tryggt sér höfundaréttinn á lagi Barða Jóhannssonar, Ho Ho Ho We Say Hey Hey Hey. Lagið er komið í úrslitaþátt Laugardagslaganna sem verður sendur út frá Smáralind á laugardagskvöld.

Óvíst er hvernig dreifingu á laginu verður háttað, en EMI er einn stærsti dreifingaraðili tónlistar í heiminum í dag. Meðal listamanna sem útgáfan hefur á sínum snærum eru Amy Winehouse, Alicia Keys, Fergie, Kylie Minogue, Kanye West, Rihanna og Pink. Þá hefur Barði Jóhannsson verið samningsbundinn EMI síðustu ár og er því vel kunnugur innan útgáfunnar.

Ceres 4 var nýbúinn að heyra fréttirnar þegar 24 stundir náðu í hann. „Þetta var að berast mér til eyrna á sama tíma og þér, held ég,“ segir hann. „Nú er þetta loksins að verða skemmtilegt!“

Pönktónlist hefur verið Ceres 4 hugleikin síðustu ár, en hann hefur gefið út tvær breiðskífur og eina ljóðaskífu. Ceres 4 segist geta hreyft sig við teknóslagarann Ho Ho Ho We Say Hey Hey Hey og bætir við að „tónlist sem hreyfir við fólki hljóti að vera góð.“

„Ég hef verið á jaðrinum allan minn tónlistarferil og þurft að berjast fyrir allri athygli,“ segir hann. „Ég hef aldrei tekið þátt í neinu sem hefur fengið viðlíka athygli á jafn skömmum tíma.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir