Jackson rekinn af hátíðinni

Michael Jackson er hann kom fram á Earls Court í …
Michael Jackson er hann kom fram á Earls Court í London þann 15. nóvember 2006. Reuters

Hinn 49 ára umdeildi söngvari Michael Jackson reyndist of mikil díva fyrir Grammy-verðlaunaafhendinguna þetta árið. Það er blaðið New York Post sem greinir frá þessu.

Forsvarsmenn hátíðarinnar ákváðu að Michael yrði ekki með eftir að kröfurnar frá honum fóru úr böndunum.

Söngvarinn átti að koma fram í sjónvarpsútsendingu frá hátíðarhöldunum fyrr í þessum mánuði því 25 ár eru liðin frá því að tímamótaplata hans Thriller kom út.

Stjórnendur hátíðarinnar fengu nóg þegar kröfur Michels fóru að berast. Hann heimtaði að allt kvöldið yrði tileinkað ferli hans. Svo bað hann um að kynnar kvöldsins töluðu eingöngu um hann sem „The King of Pop“ eða konung poppsins og fór fram á að sá titill kæmi fram að minnsta kosti 30 sinnum um kvöldið.

Michael vildi einnig að búin væru til ný verðlaun sem honum yrðu veitt og vildi hann sjálfur fá að velja hver yrði þess heiðurs aðnjótandi að veita honum verðlaunin. Grammy-stjórnandinn

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Loka