Kylie Minogue besta alþjóðlega stjarnan

Kylie Minogue með verðlaun sín.
Kylie Minogue með verðlaun sín. Reuters

Ástralska poppsöngkonan Kylie Minogue var valin besta alþjóðlega stjarnan þegar bresku tónlistarverðlaunin, Brit verðlaunin, voru veitt í Lundúnum í kvöld. Björk Guðmundsdóttir var einnig tilnefnd til verðlaunanna í þessum flokki.

Minogue, sem flutti m.a. nýtt lag á verðlaunahátíðinni, sagðist vera afar þakklát.

Bandaríska rokksveitin Foo Fighters fékk tvenn verðlaun en hún var valin besta alþjóðlega sveitin og platan  Echoes, Silence, Patience and Grace var valin besta alþjóðlega platan.

Bandaríski rapparinnKanye West var valinn besti alþjóðlegi söngvarinn og hljómsveitin Take That fékk verðlaun fyrir bestu sviðsframkomuna og besta lag síðasta árs. 

Þá var söngvarinn Mika verðlaunaður sem besti breski nýliðinn og upptökustjórinn Mark Ronson var valinn besti breski flytjandinn.  Þá var hljómsveitin Arctic Monkeys valin besta breska sveitin og hún fékk einnig verðlaun fyrir plötuna  Favourite Worst Nightmare

Meðal þeirra sem komu fram á hátíðinni voru söngkonurnar Amy Winehouse og Rihanna.

Sir Paul McCartney hlýtur sérstök heiðursverðlaun á hátíðinni og hann átti einnig að flytja syrpu af lögum sínum. 

Ozzy, Kelly, Sharon og Jack Osbourne komu fram á hátíðinni.
Ozzy, Kelly, Sharon og Jack Osbourne komu fram á hátíðinni. Reuters
Amy Winehouse og Mark Ronson á Brit verðlaunahátíðinni.
Amy Winehouse og Mark Ronson á Brit verðlaunahátíðinni. Reuters
Rhianna söng á verðlaunahátíðinni.
Rhianna söng á verðlaunahátíðinni. Reuters
Mika var valinn besti breski nýliðinn.
Mika var valinn besti breski nýliðinn. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. Einhver langt í burtu hjálpar þér með viturlegum ráðum, leiðbeiningum eða bænum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. Einhver langt í burtu hjálpar þér með viturlegum ráðum, leiðbeiningum eða bænum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan