Byggir upp liðsheild íhaldsins

Ef ein­hver get­ur fyllt menn eld­móði og þjappað sam­an liði, er það Guðjón Þórðar­son, þjálf­ari Skaga­manna í knatt­spyrnu. Enda hef­ur nú Stjórn­mála­skóli Sjálf­stæðis­flokks­ins fengið Guðjón til að flytja fyr­ir­lest­ur um hvernig skuli byggja upp liðsheild. Guðjón neit­ar því þó að fyr­ir­lest­ur­inn megi rekja til klofn­ings inn­an flokks­ins og seg­ir tíma­setn­ing­una til­vilj­un.

„Það er ekk­ert verk svo gott að ekki megi bæta það. Liðsheild er jafn mik­il­væg í stjórn­mál­um og öllu öðru,“ seg­ir Guðjón og kem­ur með skemmti­lega tví­ræðar sam­lík­ing­ar. „Það er eins í fót­bolta og póli­tík; ef þú skor­ar of mikið af sjálfs­mörk­um get­urðu ekki verið lengi í liðinu. Eins er með mark­menn sem verja ekki og sókn­ar­menn sem skora ekki. Þá geng­ur ekki að einspila held­ur, því eng­inn er stærri en liðsheild­in. Og ég hef aldrei verið hrædd­ur við að skipta mönn­um af leik­velli, séu þeir ekki að standa sig,“ seg­ir Guðjón og hlær.

Guðjón hef­ur fengið ágæt­is æf­ingu inn­an fjöl­skyld­unn­ar, en Inga Jóna Þórðardótt­ir, syst­ir Guðjóns, er eig­in­kona Geirs H. Haar­de for­sæt­is­ráðherra. „Já, ég hef beitt mér fyr­ir þroska og og þróun stjórn­mála­manna með ör­litl­um hætti, en sýni­leg­um ár­angri, þó hann sé alls ekki all­ur mér að þakka. Ég hef einnig verið feng­inn í fyr­ir­tæki, en auðvitað hjálpa ég ekki fólki nema það vilji láta hjálpa sér,“ sagði Guðjón að lok­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Þú aðstoðar við að fá pólitískan og félagslegan stuðning við verkefni sem þú ert að vinna að. Mundu að hver hefur til síns ágætis nokkuð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
2
Sofie Sar­en­brant
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Þú aðstoðar við að fá pólitískan og félagslegan stuðning við verkefni sem þú ert að vinna að. Mundu að hver hefur til síns ágætis nokkuð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
2
Sofie Sar­en­brant
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir