Byggir upp liðsheild íhaldsins

Ef ein­hver get­ur fyllt menn eld­móði og þjappað sam­an liði, er það Guðjón Þórðar­son, þjálf­ari Skaga­manna í knatt­spyrnu. Enda hef­ur nú Stjórn­mála­skóli Sjálf­stæðis­flokks­ins fengið Guðjón til að flytja fyr­ir­lest­ur um hvernig skuli byggja upp liðsheild. Guðjón neit­ar því þó að fyr­ir­lest­ur­inn megi rekja til klofn­ings inn­an flokks­ins og seg­ir tíma­setn­ing­una til­vilj­un.

„Það er ekk­ert verk svo gott að ekki megi bæta það. Liðsheild er jafn mik­il­væg í stjórn­mál­um og öllu öðru,“ seg­ir Guðjón og kem­ur með skemmti­lega tví­ræðar sam­lík­ing­ar. „Það er eins í fót­bolta og póli­tík; ef þú skor­ar of mikið af sjálfs­mörk­um get­urðu ekki verið lengi í liðinu. Eins er með mark­menn sem verja ekki og sókn­ar­menn sem skora ekki. Þá geng­ur ekki að einspila held­ur, því eng­inn er stærri en liðsheild­in. Og ég hef aldrei verið hrædd­ur við að skipta mönn­um af leik­velli, séu þeir ekki að standa sig,“ seg­ir Guðjón og hlær.

Guðjón hef­ur fengið ágæt­is æf­ingu inn­an fjöl­skyld­unn­ar, en Inga Jóna Þórðardótt­ir, syst­ir Guðjóns, er eig­in­kona Geirs H. Haar­de for­sæt­is­ráðherra. „Já, ég hef beitt mér fyr­ir þroska og og þróun stjórn­mála­manna með ör­litl­um hætti, en sýni­leg­um ár­angri, þó hann sé alls ekki all­ur mér að þakka. Ég hef einnig verið feng­inn í fyr­ir­tæki, en auðvitað hjálpa ég ekki fólki nema það vilji láta hjálpa sér,“ sagði Guðjón að lok­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Þú ert að hefja skemmtilegan mánuð. Klappaðu sjálfum þér á bakið fyrir að þora að íhuga að snúa baki við því sem þú þekkir og hélst þú gætir treyst.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
2
Sofie Sar­en­brant
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Þú ert að hefja skemmtilegan mánuð. Klappaðu sjálfum þér á bakið fyrir að þora að íhuga að snúa baki við því sem þú þekkir og hélst þú gætir treyst.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
2
Sofie Sar­en­brant
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir