Byggir upp liðsheild íhaldsins

Ef einhver getur fyllt menn eldmóði og þjappað saman liði, er það Guðjón Þórðarson, þjálfari Skagamanna í knattspyrnu. Enda hefur nú Stjórnmálaskóli Sjálfstæðisflokksins fengið Guðjón til að flytja fyrirlestur um hvernig skuli byggja upp liðsheild. Guðjón neitar því þó að fyrirlesturinn megi rekja til klofnings innan flokksins og segir tímasetninguna tilviljun.

„Það er ekkert verk svo gott að ekki megi bæta það. Liðsheild er jafn mikilvæg í stjórnmálum og öllu öðru,“ segir Guðjón og kemur með skemmtilega tvíræðar samlíkingar. „Það er eins í fótbolta og pólitík; ef þú skorar of mikið af sjálfsmörkum geturðu ekki verið lengi í liðinu. Eins er með markmenn sem verja ekki og sóknarmenn sem skora ekki. Þá gengur ekki að einspila heldur, því enginn er stærri en liðsheildin. Og ég hef aldrei verið hræddur við að skipta mönnum af leikvelli, séu þeir ekki að standa sig,“ segir Guðjón og hlær.

Guðjón hefur fengið ágætis æfingu innan fjölskyldunnar, en Inga Jóna Þórðardóttir, systir Guðjóns, er eiginkona Geirs H. Haarde forsætisráðherra. „Já, ég hef beitt mér fyrir þroska og og þróun stjórnmálamanna með örlitlum hætti, en sýnilegum árangri, þó hann sé alls ekki allur mér að þakka. Ég hef einnig verið fenginn í fyrirtæki, en auðvitað hjálpa ég ekki fólki nema það vilji láta hjálpa sér,“ sagði Guðjón að lokum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir