Hver sendi kampavínið?

Paris Hilton
Paris Hilton Reuters

Paris Hilton vill ólm fá að vita hver það var sem sendi henni kampavínsflösku sem metin er á 40 þúsund dali, 2,7 milljónir króna, er hún fagnaði 27 ára afmælinu í góðra vina hópi nýverið.

Paris Hilton var stödd á afmælinu á næturklúbbnum LAX í Las Vegas ásamt systur sinni, Nicky, David Katzenberg og Benji Madden um síðustu helgi þegar komið var með flösku af Veuve Clicquot kampavíni á borðið þeirra á staðnum.

Heimildarmaður New York Daily News segir að hvorki Paris né Nicky hafi hugmynd um hver sendi kampavínið en vilji endilega þakka fyrir sig.

Mikið fjör var á hópnum á næturklúbbnum og innbyrtu þau mikið magn af malarurtarbrennivíninu absint. Síðar um kvöldið mætti rokkarinn Tommy Lee á staðinn og skolaði niður nokkrum glösum með þeim.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Torill Thorup