Rufus Wainwright vill slökkva ljósin

Rufus Wainwright vill slökkva ljósin þann 19. júní
Rufus Wainwright vill slökkva ljósin þann 19. júní

Tónlistarmaðurinn Rufus Wainwright hefur hrint af stað herferð  þar sem hann biður aðdáendur sína jafnt sem aðra um að slökkva öll ljós í tólf klukkustundir frá hádegi til miðnættis þann 21 júní nk.

Wainwright, sem er á langri hljómleikaferð um þessar mundir, hyggst halda órafmagnaða tónleika í New York þann 19. mars nk. þar sem hann hyggst safna fé til verkefnisins. Rufus Wainwright heldur tónleika í Háskólabíói 13. apríl næstkomandi.

Framtakið hefur fengið titilinn Blackout Sabbath, myrkvaður hvíldardagur, en vísar auðvitað í nafn þungarokkshljómsveitarinnar Black Sabbath, sem Ozzy Osbourne stýrði á sínum tíma.

Söngvarinn fékk innblástur frá rafmagnsleysinu í New York árið 2003, þegar rafmagn fór af tugum borga á austurströnd Bandaríkjanna,  en Rufus lýsir því sem mögnuðu kvöldi.

Vill Wainwright að fólk láti rafmagnið eiga sig þennan dag þann 19. júní en  hugsi þess í stað um það hvað það geti gert fyrir umhverfið.

 Á bloggi tónlistarmannsins kemur fram að móðir hans hafi auk þess bent á að dagurinn sé auk þess tilvalinn til að afþíða ísskápinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir