Omar Sharif þarf að greiða bætur

Omar Sharif.
Omar Sharif. AP

Kvikmyndaleikarinn Omar Sharif þarf að greiða bílastæðaverði, sem hann var sakaður um að löðrunga, 318 þúsund dali, jafnvirði 21,4 milljóna króna, í bætur. Sharif mætti ekki fyrir dóminn þar sem málið var tekið fyrir í Los Angeles og tók ekki til varna.

Sharif var fundinn sekur um  líkamsárás og skipað að fara á námskeið til að stilla skap sitt eftir að hann viðurkenndi að hafa slegið bílastæðavörðinn Juan Luis Ochoa Anderson utanundir utan við veitingahús í Beverly Hills árið 2005.

Að því er kemur fram á skaðabótakröfu Andersons var Sharif drukkinn og ofstopafullur og kallaði Anderson heimskan Mexíkana þegar sá síðarnefndi vildi ekki taka við 20 evra seðli. Anderson er raunar innflytjandi frá Gvatemala.  Anderson segir að Sharif hafi síðan slegið hann.

Auk miskabótanna þarf Sharif að greiða Anderson málskostnað. 

Sharif var árið 2003 fundinn sekur um að hafa slegið lögregluþjón í spilavíti nálægt París. Hann var þá dæmdur í mánaðar skilorðsbundið fangelsi og til að greiða jafnvirði um 150 þúsund króna í sekt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir