Hætt við tónleika vegna orða Bjarkar um Kosovo

Björk á tónleikum utan við óperuhúsið í Sydney.
Björk á tónleikum utan við óperuhúsið í Sydney. AP

Tónleikum Bjarkar Guðmundsdóttur sem halda átti í Serbíu í júlí hefur verið aflýst vegna orða sem hún lét falla á tónleikum í Tókýó. Á tónleikum sl. þriðjudag tileinkaði Björk íbúum Kosovo-héraðs lagið Declare Independence, Lýstu yfir sjálfstæði, og í kjölfarið hætti tónleikahaldari í Serbíu við að halda tónleika hennar í Novi Sad þar í landi.

Lagið Declare Independence er á síðustu breiðskífu Bjarkar, Volta, en það er tileinkað Færeyingum og Grænlendingum og í myndbandi við lagið klæðist Björk samfestingi með færeyska fánanum á annarri öxlinni en grænlenska fánanum á hinni. Á tónleikum sínum víða um heim hefur hún breytt tileinkuninni eftir því hvar hún er stödd, hún tileinkaði það til að mynda Böskum á tónleikum sínum í Bilbao á Spáni á síðasta ári.

Á tónleikum í Japan á þriðjudag og svo aftur í gær tileinkaði Björk íbúum Kosovo lagið, en Kosovo lýsti yfir sjálfstæði frá Serbíu sl. mánudag. Í samtali sagðist Björk hafa sungið „Kosovo, Kosovo“ í lok lagsins „og kannski hefur Serbi verið meðal tónleikagesta og hringt heim og þess vegna tónleikunum í Novi Sad verið aflýst“.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins fjölluðu fjölmiðlar í Kosovo talsvert um orð Bjarkar eftir tónleikana á þriðjudagskvöldið. Á miðvikudag hafði tónleikahaldarinn í Serbíu svo samband við umboðsmann Bjarkar og skýrði frá því að vegna óvissuástands í landinu gæti hann ekki tryggt öryggi tónleikagesta og því yrði ekkert af tónleikunum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar