Á skilið verðlaun fyrir leiðindi

Jack Nickolson fékk Óskarsverðlaun fyrir nokkrum árum og sest hér …
Jack Nickolson fékk Óskarsverðlaun fyrir nokkrum árum og sest hér með Nicole Kidman. AP

Bandaríski leikarinn Jack Nicholson telur að hann eigi skilið Óskarsverðlaun fyrir töluvert öðruvísi afrek en almennt tíðkast að verðlauna í Hollywood. Nicholson sem hefur þegar unnið til þrennra Óskarsverðlauna á ferlinum segir að hann myndi glaður taka við öðrum verðlaunum þó það væri ekki fyrir annað en þrákelkni hans við að vera til leiðinda.

Nicholson mun afhenda verðlaun á sunnudaginn þegar Óskarsverðlaunaafhendingin fer fram í Kodak-höllinni í Los Angeles en þar hyggst hann nýta tímann vel. „Hvað get ég sagt, ég er Óskars-maður. Og hvað á maður að gera annað en að njóta þess að horfa á allar þessar fallegu konur sem þar verða saman komnar?“ Í sama viðtali viðurkennir þessi mikla stjarna að hann hafi næstum blindast af öllum ljósmyndaflössunum þegar hann mætti í fyrsta skipti til Óskarsverðlaunanna árið 1970 þegar hann var tilnefndur til verðlauna sem besti aukaleikari í kvikmyndinni Easy Rider.

„Þarna voru þeir í hundraðatali. Ég blindaðist næstum því við að telja þá alla og hugsaði með mér: Guð minn almáttugur, er ég virkilega staddur hérna? Mér tókst það.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir