Kalkúnn fulltrúi Íra á Eurovision

Kalkúnninn Dustin.
Kalkúnninn Dustin.

Írum hefur ekki gengið sem best í undanförnum Eurovision-keppnum eftir nánast óslitna sigurgöngu á síðasta áratug 20. aldar.  Þeir hafa nú gripið til sinna ráða og senda kalkúninn Dustin til Belgrad í maí en Dustin vann yfirburðasigur í írsku lokakeppninni í gærkvöldi.

Lagið, sem Dustin flytur í Belgrad heitir Irelande Douze Pointe en þar er gert grín að atkvæðagreiðslunni í Eurovision keppninni og landfræðilegum atkvæðahalla.

Hristu fjaðrirnar og brýndu gogginn
hristu þær til vesturs og austurs

söng Dustin í tónlistarhúsinu í Limerick í gærkvöldi.

Veifaðu evru-höndum og evru-fótum
veifaðu þeim í kalkúnataktinum

Dustin mun taka þátt í fyrri undankeppninni í Belgrad 20. maí en íslenska Eurobandið mun taka þátt í þeirri síðari, 22. maí. Lokakeppnin fer fram 24. maí. 

Kalkúnninn Dustin er þekkt sjónvarpspersóna á Írlandi og kom fyrst fram árið 1990 ásamt leikbrúðunum Zig og Zag í skemmtiþætti írska sjónvarpsins. Vinsældir hans uxu hratt og hann fékk fljótlega eigin sjónvarpsþátt: Fréttir Dustins.  Hann hefur mikinn áhuga á stjórnmálum og nafn hans hefur jafnvel birst á kjörseðlum kjósenda, sem vilja mótmæla stjórnmálamönnum með táknrænum hætti.

Dustin er einnig vinsæll tónlistarkalkúnn og hefur gefið út 14 smáskífur og 6 breiðskífur á ferlinum. Á þeirri síðustu, sem kom út árið 2005, söng hann m.a. tvísöng með  Chris De Burgh. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir