Þursarnir hafa engu gleymt

Egill Ólafsson söngvari Þursaflokksins
Egill Ólafsson söngvari Þursaflokksins Árvakur/Eggert

Uppselt var á tónleika Hins íslenzka Þursaflokks sem fram fóru í Laugardalshöllinni í kvöld en þrjátíu ár eru liðin frá stofnun sveitarinnar. Auk Þursaflokksins spilaði Caput hópurinn á tónleikunum undir stjórn Guðna Franzsonar. Jafnframt söng Ragnheiður Gröndal eitt lag með Þursaflokknum, Gegnum holt og hæðir.

Áheyrendur voru vel með á nótunum og tóku undir með Agli Ólafssyni og félögum í Þursaflokknum í mörgum lögum. Enda sagði Egill á tónleikunum að það væri ánægjulegt að sjá allflesta þá sem fylgdu sveitinni í gegnum tíðina og að ekki væri nóg með að þeir mættu á tónleikana heldur hefðu þeir tekið börn og barnabörn með.

Ekki var annað að heyra á hljómleikagestum að þeir hafi verið ánægðir með sína menn í kvöld og ljóst að Hinn íslenzki Þursaflokkur hefur engu gleymt á þeim fjölmörgu árum sem liðin eru frá því að hljómsveitin hætti en síðustu hljómleikar Þursaflokksins voru haldnir árið 1984. 

Þursaflokkinn skipa: Ásgeir Óskarsson, trommur og slagverk, Egill Ólafsson, söngur og hljómborð, Eyþór Gunnarsson (sem kom í stað Karls Sighvatssonar heitins) á Hammond orgelið og hljómborð. Rúnar M. Vilbergsson, fagott, Tómas M. Tómasson, bassi og hljómborð og Þórður Árnason, gítar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir