Þursarnir hafa engu gleymt

Egill Ólafsson söngvari Þursaflokksins
Egill Ólafsson söngvari Þursaflokksins Árvakur/Eggert

Upp­selt var á tón­leika Hins ís­lenzka Þursa­flokks sem fram fóru í Laug­ar­dals­höll­inni í kvöld en þrjá­tíu ár eru liðin frá stofn­un sveit­ar­inn­ar. Auk Þursa­flokks­ins spilaði Caput hóp­ur­inn á tón­leik­un­um und­ir stjórn Guðna Franz­son­ar. Jafn­framt söng Ragn­heiður Grön­dal eitt lag með Þursa­flokkn­um, Gegn­um holt og hæðir.

Áheyr­end­ur voru vel með á nót­un­um og tóku und­ir með Agli Ólafs­syni og fé­lög­um í Þursa­flokkn­um í mörg­um lög­um. Enda sagði Eg­ill á tón­leik­un­um að það væri ánægju­legt að sjá all­flesta þá sem fylgdu sveit­inni í gegn­um tíðina og að ekki væri nóg með að þeir mættu á tón­leik­ana held­ur hefðu þeir tekið börn og barna­börn með.

Ekki var annað að heyra á hljóm­leika­gest­um að þeir hafi verið ánægðir með sína menn í kvöld og ljóst að Hinn ís­lenzki Þursa­flokk­ur hef­ur engu gleymt á þeim fjöl­mörgu árum sem liðin eru frá því að hljóm­sveit­in hætti en síðustu hljóm­leik­ar Þursa­flokks­ins voru haldn­ir árið 1984. 

Þursa­flokk­inn skipa: Ásgeir Óskars­son, tromm­ur og slag­verk, Eg­ill Ólafs­son, söng­ur og hljóm­borð, Eyþór Gunn­ars­son (sem kom í stað Karls Sig­hvats­son­ar heit­ins) á Hammond org­elið og hljóm­borð. Rún­ar M. Vil­bergs­son, fag­ott, Tóm­as M. Tóm­as­son, bassi og hljóm­borð og Þórður Árna­son, gít­ar. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Þú veist hvað þú vilt og þarft ekki annarra vitna við. Einbeittu þér málum heimilisins bæði innan veggja sem utan til að fækka áhyggjum framtíðarinnar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Lotta Lux­en­burg
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Þú veist hvað þú vilt og þarft ekki annarra vitna við. Einbeittu þér málum heimilisins bæði innan veggja sem utan til að fækka áhyggjum framtíðarinnar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Lotta Lux­en­burg
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir