Áttu „besta botninn“

Ingvar E. Sigurðsson, Edda Heiðrún Backman og Páll Eyjólfsson.
Ingvar E. Sigurðsson, Edda Heiðrún Backman og Páll Eyjólfsson. mynd/Grímur Bjarnason

Þeir Páll Eyjólfsson gítarleikari og Ingvar E Sigurðsson leikari urðu hlutskarpastir í keppni sem Edda Heiðrún Backman, kaupmaður í Súkkulaði og rósum, stóð fyrir, en keppt var um  „besta botninn“ í tilefni konudagsins.  Edda fékk skáldið Þórarinn Eldjárn til að semja fyrir sig tvo fyrriparta og auglýsti svo eftir fallegum botnum.

Skemmst er frá því að segja að um 450 ti 500 botnar bárust. Og má því með sanni segja að Íslendingar hafi ekki legið á liði sínu þegar kom að þjóðaríþróttinni. Þórarinn valdi bestu botnana og urðu hlutskarpastir  þeir Páll og Ingvar sem fyrr segir. 

Það virðist því ýmislegt leika í höndum þessara manna enda báðir vörpulegir og vel kvæntir.  Kona Páls heitir Signý Kjartansdóttir og kona Ingvars, leikkonan Edda Arnljótsdóttir.  

Verðlaun voru vitaskuld súkkulaði og rósir, kampavín og kerti ásamt hvatningu til frekari dáða á þessum nýja vetvangi.

Verðlauna-botnarnir, ásamt fyrriparti, eru eftirfarandi:

Konudagur kominn er              Góa er komin, kvikna senn
kveikja menn á ljósum.            konudagar ljósir.
Sannleikann ég segi þér          Úr súrum Þorra sælast menn
með súkkulaði og rósum.         í súkkulaði og rósir.

Páll Eyjólfsson                          Ingvar E. Sigurðsson

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar