Kvikmynd Coen bræðra, No Country For Old Men, vann fern Óskarsverðlaun í nótt, meðal annars sem besta myndin og fyrir bestu leikstjórnina. Þá fékk spænski leikarinn Javier Bardem óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki fyrir frammistöðu sína í myndinni.
Efhan og Joel Coen þökkuðu bandarísku kvikmyndaiðnaðinu fyrir að leyfa sér að ,,leika sér í sínu horni í sandkassanum" en Bardem, sem er nýgræðingur í Hollywood þrátt fyrir að eiga að baki farsælan feril á Spáni, þakkaði bræðrunum fyrir að vera nógu brjálaðir til að veita sér hlutverkið.
Daniel Day Lewis var valinn besti leikarinn, en Marion Cotillard besta leikkonan. Þá fékk Diablo Cody verðlaun fyrir handritið að myndinni Juno.
Þriðja kvikmyndin um minnislausa njósnarann Bourne fékk þrenn verðlaun, fyrir bestu hljóðblöndun, bestu hljóðklippingu og bestu klippingu.
Verðlaunin voru veitt í áttugasta sinn í nótt og var tímamótunum fagnað með því að sýna brot frá fyrri verðlaunaafhendingum.