Gallagher selur hús til að forðast Blunt

Noel Gallagher
Noel Gallagher Reuters

Tónlistarmaðurinn Noel Gallagher hefur sett hús sitt á spænsku eyjunni Ibiza í sölu á 5,5 milljónir punda, 722 milljónir króna. Ástæðan er sú að hann þolir ekki lengur við með söngvarann James Blunt sem nágranna.

Gallagher keypti eignina á Ibiza árið 1999 á 2,5 milljónir punda og hefur verið þar á hverju sumri síðan. En nú er hann, samkvæmt heimildum slúðurblaðsins Sun, búinn að fá nóg af endalausu blaðri Blunt um Ibiza en hann á að láta eins og hann eigi eyjuna með húð og hári. Húsið, sem er staðsett mjög nálægt húsi Blunt og er Gallagher að sögn heimildar Sun gjörsamlega búinn að fá nóg af söngli Blunt fyrir utan húsið. Blunt keypti sitt hús árið 2006 á 1,7 milljónir punda. Það er því upplagt fyrir einhvern aðdáenda Blunt að kaupa húsið af Gallagher til þess að geta heyrt óminn af rödd Blunt sumarlangt.

James Blunt.
James Blunt. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir