Áhorf á Óskarsverðlaun í lágmarki

00:00
00:00

Óskar­sverðlaun­in í ár fengu minnsta áhorf í Banda­ríkj­un­um frá því mæl­ing­ar hóf­ust árið 1974, en 32 millj­ón­ir manna stilltu á ABC sjón­varpstöðina til þess að horfa á út­send­ing­una.

Fram kem­ur á frétta­vef BBC að í fyrra horfðu 41 millj­ón manns á verðlauna­hátíðina en út­send­ing­in sem hef­ur fengið mest áhorf eða 55 millj­ón­ir manns, var árið 1998 þegar kvik­mynd­in Tit­anic vann 11 ósk­ar­sverðlaun.  Til sam­an­b­urðar horfa 30 millj­ón­ir manna á sjón­varpsþátt­inn American Idol í hverri viku. 

Lág­marks­áhorf var á verðlauna­há­tiðina í ár þrátt fyr­ir að mynd­irn­ar sem kepptu um ósk­ar­inn hafi fengið mjög góða dóma en aðsókn­ar­töl­ur á flest­ar mynd­irn­ar í kvik­mynda­hús­um voru í meðallagi.

ABC sjón­varps­stöðin seg­ir í til­kynn­ingu að í þess­um töl­um sé ekki gert ráð fyr­ir því að mörg heim­ili horfi á hátíðina á upp­töku­tækj­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Láttu draumórana ekki ná þannig tökum á þér að þú hafir ekki hugann við vinnuna. Leitaðu ráða hjá þér reyndari mönnum, ef einhver efi leynist í brjósti þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Láttu draumórana ekki ná þannig tökum á þér að þú hafir ekki hugann við vinnuna. Leitaðu ráða hjá þér reyndari mönnum, ef einhver efi leynist í brjósti þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir