Áhorf á Óskarsverðlaun í lágmarki

Óskarsverðlaunin í ár fengu minnsta áhorf í Bandaríkjunum frá því mælingar hófust árið 1974, en 32 milljónir manna stilltu á ABC sjónvarpstöðina til þess að horfa á útsendinguna.

Fram kemur á fréttavef BBC að í fyrra horfðu 41 milljón manns á verðlaunahátíðina en útsendingin sem hefur fengið mest áhorf eða 55 milljónir manns, var árið 1998 þegar kvikmyndin Titanic vann 11 óskarsverðlaun.  Til samanburðar horfa 30 milljónir manna á sjónvarpsþáttinn American Idol í hverri viku. 

Lágmarksáhorf var á verðlaunahátiðina í ár þrátt fyrir að myndirnar sem kepptu um óskarinn hafi fengið mjög góða dóma en aðsóknartölur á flestar myndirnar í kvikmyndahúsum voru í meðallagi.

ABC sjónvarpsstöðin segir í tilkynningu að í þessum tölum sé ekki gert ráð fyrir því að mörg heimili horfi á hátíðina á upptökutækjum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. Einhver langt í burtu hjálpar þér með viturlegum ráðum, leiðbeiningum eða bænum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. Einhver langt í burtu hjálpar þér með viturlegum ráðum, leiðbeiningum eða bænum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan