Clooney krullaði hárið

Clooney og Sara á rauða dreglinum.
Clooney og Sara á rauða dreglinum. AP

George Clooney mætti á Óskarshátíðina með kærustuna, Söru Larson, uppá arminn og rauf þannig gefin fyrirheit um að mæta jafnan einn síns liðs á þessa hátíð.

Haft er eftir heimildamanni að Sara hafi þrábeðið hann um að leyfa sér að koma með og hann hafi á endanum látið undan.

Clooney var tilnefndur fyrir leik sinn í Michael Clayton, en varð af verðlaununum, sem féllu í skaut Daniel Day-Lewis.

En í viðtölum á rauða dreglinum upplýsti Clooney að hann hefði aðstoðað Söru við að undirbúa sig fyrir hátíðina.

„Ég hjálpaði henni við að krulla hárið áður en við komum hingað,“ sagði Clooney.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar