Naomi Campbell gekkst undir aðgerð

Breska fyrirsætan Naomi Campbell gekkst undir aðgerð í Sao Paulo í Brasilíu í gær til að fjarlægja blöðru í kviðarholinu. Sagði brasilískur kvenlæknir, að hann hefði gert aðgerðina sem tekist hefði vel og Campbell myndi ná sér að fullu.

Campbell, sem er 37 ára, er á Sirio-Libanes sjúkrahúsinu í Sao Paulo þar sem hún var lögð inn í gær. Læknirinn sagði, að gera hefði þurft aðgerðina í skyndi. Örsmárri smásjá var stungið inn í líkamann og var ekki þörf á hefðbundinni skurðaðgerð.

Brasilískur sérfræðingur í sýkingum sagði að Campbell hefði flogið frá Lundúnum til Sao Paulo til að láta gera aðgerðina þar. 

Campbell var síðast í Brasilíu fyrir þremur vikum. Orðrómur er um, að hún eigi í ástarsambandi við kaupsýslumanninn Alberto Elias, sem stýrir útibúi ítalska fyrirtækisins Parmalat í Brasilíu.

Naomi Campbell.
Naomi Campbell. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar