Deilt um höfundarrétt Laugardagslaganna

Merzedes Club var meðal flytjenda í Laugardagslögunum.
Merzedes Club var meðal flytjenda í Laugardagslögunum.

„Öll þessi framkvæmd gagnvart flytjendum er til háborinnar skammar,“ segir Magni Ásgeirsson söngvari um skort á samningum við flytjendur sem fram komu í Laugardagslögunum, um útgáfu á safndisknum Laugardagslögin 2008 og sölu á einstökum lögum á Tónlist.is.

Töluverðrar óánægju gætir á meðal þeirra tónlistarmanna sem Morgunblaðið hafði samband við í gær og beinist gagnrýni þeirra að Ríkissjónvarpinu sem þeir segja hafa farið of geyst í málinu.

Þórhallur Gunnarsson dagskrárstjóri Sjónvarpsins segir að það hafi verið í verkahring lagahöfundanna sem tóku þátt í keppninni að semja við flytjendur sína en það kannast þeir lagahöfundar sem Morgunblaðið náði tali af, ekki við.

Eiður Arnarson hjá Senu sem gefur umrædda safnplötu út, segir að svona mál hafi áður komið upp við útgáfu á safnplötu með lögum úr Söngvakeppni Sjónvarpsins en það sé hlutverk rétthafans, Ríkissjónvarpsins, að semja við þá flytjendur sem að lögunum koma.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins höfðu nokkrir flytjendur samband við Ríkissjónvarpið að fyrra bragði og fóru þess á leit að gerðir yrðu samningar um útgáfu á flutningi þeirra en eftir stendur að meirihluti þeirra flytjenda sem tók þátt í Laugardagslögunum hefur enga samninga gert, hvorki við höfunda laganna, Senu né Ríkissjónvarpið. Hyggjast margir þeirra kanna málið betur á næstu dögum.



Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar