Ekkert kynlíf í hálft ár

Jennifer Aniston.
Jennifer Aniston. AP

Jennifer Aniston hefur ekki verið við karlmann kennd í hálft ár, og herma fregnir að hún ætli að vera skírlíf uns hún finni sanna ást.

Breska tímaritið Closer hefur eftir heimildamanni: „Jen hefur útskýrt það fyrir mönnum sem bjóða henni út, að hún hafi hvorki áhuga á einnar nætur ævintýrum né skammtímasamböndum.“

„Hún leitar hinnar sönnu ástar og sparar kraftana. Hún sagðist vera að leita að manni sem elskar hana vegna þess hver hún er en ekki vegna þess hvað hún er. Hún sagðist ekki hafa á huga á kynlífi kynlífsins vegna,“ sagði heimildamaðurinn ennfremur.

Fregnir hafa borist af því að Aniston sé nú í sambandi við mótleikara sinn úr myndinni Traveling, Aaron Eckhart. Síðan hún skildi við Brad Pitt 2005 hefur hún átt í samböndum við Vince Vaughn og bresku fyrirsætuna Paul Sculfor, og einnig hefur frést af því að hún hafi verið með Jason Lewis.

Aniston er 39 ára. Sögusagnir eru um að hún hafi látið frysta úr sér egg, og hefur bandaríska tímaritið Star eftir heimildamanni að nú geti hún slakað á og þurfi ekki að flýta sér eins mikið í leitinni að hinum rétta.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar