Ekkert kynlíf í hálft ár

Jennifer Aniston.
Jennifer Aniston. AP

Jenni­fer Anist­on hef­ur ekki verið við karl­mann kennd í hálft ár, og herma fregn­ir að hún ætli að vera skír­líf uns hún finni sanna ást.

Breska tíma­ritið Closer hef­ur eft­ir heim­ilda­manni: „Jen hef­ur út­skýrt það fyr­ir mönn­um sem bjóða henni út, að hún hafi hvorki áhuga á einn­ar næt­ur æv­in­týr­um né skamm­tíma­sam­bönd­um.“

„Hún leit­ar hinn­ar sönnu ást­ar og spar­ar kraft­ana. Hún sagðist vera að leita að manni sem elsk­ar hana vegna þess hver hún er en ekki vegna þess hvað hún er. Hún sagðist ekki hafa á huga á kyn­lífi kyn­lífs­ins vegna,“ sagði heim­ildamaður­inn enn­frem­ur.

Fregn­ir hafa borist af því að Anist­on sé nú í sam­bandi við mót­leik­ara sinn úr mynd­inni Tra­vel­ing, Aaron Eckhart. Síðan hún skildi við Brad Pitt 2005 hef­ur hún átt í sam­bönd­um við Vince Vaug­hn og bresku fyr­ir­sæt­una Paul Scul­for, og einnig hef­ur frést af því að hún hafi verið með Ja­son Lew­is.

Anist­on er 39 ára. Sögu­sagn­ir eru um að hún hafi látið frysta úr sér egg, og hef­ur banda­ríska tíma­ritið Star eft­ir heim­ilda­manni að nú geti hún slakað á og þurfi ekki að flýta sér eins mikið í leit­inni að hinum rétta.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Þótt þér standi stuggur af samningaviðræðum kemstu ekki upp með það lengur að slá þeim á frest. Samræður við maka eða vini ganga þar af leiðandi stirðlega.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Sofie Sar­en­brant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Þótt þér standi stuggur af samningaviðræðum kemstu ekki upp með það lengur að slá þeim á frest. Samræður við maka eða vini ganga þar af leiðandi stirðlega.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Sofie Sar­en­brant