Jolie vill fæða í Frakklandi

Angelina Jolie og Brad Pitt er þau mættu til verðlaunaafhendingar …
Angelina Jolie og Brad Pitt er þau mættu til verðlaunaafhendingar Independent Spirit verðlaunanna í Santa Monica. AP

Kvikmyndaleikkonan Angelina Jolie er sögð vilja fæða væntanlegt barn sitt í Frakklandi og heiðra þannig minningu fransk-kanadískrar móður sinnar.

Leikkonan hefur lagt áherslu á að veita börnum sínum alþjóðlegt uppeldi og fæddi hún dóttur sína og Brad Pitt í Namibíu fyrir tæpum tveimur árum. Þá eiga þau ættleidd börn frá Kambódíu, Víetnam og Eþíópíu. 

„Angelina er stolt af frönsku ætterni sínu og hún vill að nýjasti fjölskyldumeðlimurinn fæðist þar og alist þar upp,” segir ónefndur heimildarmaður. Þá segir hann Jolie og Pitt hafa íhugað alvarlega að setjast að í Frakklandi frá því móðir Jolie Marcheline Bertrand lést í janúar á síðasta ári.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar