Keith: Látið dópið eiga sig

Keith Richards.
Keith Richards. Reuters

Keith Richards, aðalgítarleikari Rolling Stones, ráðleggur ungu fólki að „láta dópið eiga sig“ í viðtali sem birt er í breska tónlistartímaritinu Uncut.

Richards misnotaði fíkniefni og áfengi í áratugi og það eru til margar sögur af honum í misjöfnu ástandi. Þá vakti það heimsathygli þegar Richards, sem er orðinn 64ja ára gamall, sagðist hafa tekið ösku látins föður síns í nefið. Hann neitaði þessu síðar.

Skilaboð Richards til þeirra sem nota fíkniefni eru þessi: „Hættið þessu, þetta er ekki þess virði. Ég skil áhugann, en þetta er ekki þess virði.“

Í viðtalinu sagði hann jafnframt að Mick Jagger yrði að stjórna öllu.

„Mick er vitfirrtur. Hann getur ekki vaknað á morgnana án þess að vita þegar í stað í hvern hann ætlar að hringja,“ sagði Richards.

„Ég þakka bara guði fyrir að ég sé vakandi og bíð í þrjá eða fjóra tíma áður en ég geri nokkuð.“

 „Hann er stjórnsamur og það er ekkert sem við getum gert. Ég vil ekki gera neitt í því. Það skiptir engu máli hvað við gerum,“ bætti hann við.

Þegar Richards var spurður út í sviðsframkomu Jaggers svaraði hann: „Afsakaðu mig á meðan ég hlæ. Hann er örlítið hégómlegur, við skulum bara orða það þannig.“

„Við viljum hafa hégómlegan mann þarna, er það ekki? Á sama tíma getur hljómsveitin unnið vinnuna sína. Hégómi getur ekki borið uppi heila hljómsveit. En hljómsveit getur þolað hégóma.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert traustur vinur og þeir sem umgangast þig vita það og einnig að þú gleymir ekki því sem gert er á þinn hlut eða þinna. Skrifaðu bestu hugmyndirnar þínar niður og farðu eftir þeim.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert traustur vinur og þeir sem umgangast þig vita það og einnig að þú gleymir ekki því sem gert er á þinn hlut eða þinna. Skrifaðu bestu hugmyndirnar þínar niður og farðu eftir þeim.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup