Pitt staðfestir að von sé á tvíburum

Angelina Jolie og Brad Pitt á Spirit kvikmyndahátíðinni.
Angelina Jolie og Brad Pitt á Spirit kvikmyndahátíðinni. Reuters

Leikarinn Brad Pitt hefur staðfest að sambýliskona hans, leikkonan Angelina Jolie, gangi með tvíbura. Pitt hefur sagt nánum vinum sínum að það muni fljótlega fjölga um tvo á heimilinu en fyrir eiga þau fjögur börn.

Á vef Daily Mail er haft eftir vini Pitt að leikarinn hafi verið mjög þögull um meðgönguna en um síðustu helgi hafi hann ákveðið að láta vita af væntanlegri fæðingu. Það hafi hann gert vegna vinnu sinnar en hann þurfi að breyta fyrirhuguðum verkefnum út af fjölguninni.

Haft er eftir félaga Pitt að skötuhjúin séu í sjöunda himni vegna væntanlegrar fjölgunar þrátt fyrir að það hafi ekki verið skipulagt að fjölga mannkyninu á þessari stundu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar