Harry prins kallaður heim frá Afganistan

Harry prins hefur barist við Talibana í Afganistan.
Harry prins hefur barist við Talibana í Afganistan. AP

Yfirstjórn breska hersins hefur ákveðið að kalla Harry Bretaprins, son Karls Bretaprins og Díönu prinsessu, heim frá Afganistan þar sem hann hefur gegnt herþjónustu. Ákvörðunin er tekin eftir að fréttir bárust af veru prinsins í Afganistan í erlendum fjölmiðlum. Þetta kemur fram á fréttavef BBC. 

Yfirvöld í Bretlandi höfðu gert samkomulag um það við breska fjölmiðla að ekki yrði greint opinberlega frá veru Harrys í Afganistan þar sem það var talið stofna öryggi hans og annarra breskra hermanna í landinu í hættu.   

Harry, sem er 23 ára, mun hafa tekið því mjög illa er hætt var við áform um að senda hann með herdeild hans til Íraks á síðasta ári þar sem óttast var að uppreisnarmenn myndu beina spjótum sérstaklega að herdeildinni væri Harry með henni.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar