Harry vill ekki snúa heim

Harry Bretaprins sést hér breskum herbúðum í Afganistan.
Harry Bretaprins sést hér breskum herbúðum í Afganistan. AP

Það má búast við því að það verði vel tekið á móti Harry Bretaprins sem snýr heim til Englands eftir að hafa gegnt herþjónustu í Afganistan. Harry er hins vegar ósáttur við að vera sendur heim. Hann segist ekki vera neitt sérstaklega hrifinn af Englandi, m.a. vegna allrar þeirra athygli sem þarlendir fjölmiðlar veita honum.

Breska varnarmálaráðuneytið hefur sagt að Harry, sem er 23ja ára, verði kallaður heim frá Afganistan þegar í stað eftir að bandarísk vefsíða greindi frá veru prinsins þar.

Embættismenn hafa hrósað breskum fjölmiðlum fyrir að hafa virt fréttabannið og ekki greint frá því að Harry hafi verið sendur til Afganistan. Óskað var eftir því að fjölmiðlar myndu ekki greina frá þessu þegar búið var að ákveða að senda prinsinn ekki til Íraks af öryggisástæðum.

Harry er hins vegar ekki sáttur við breska fjölmiðla, sem hafa undanfarin ár fjallað ítarlega um skemmtanalíf prinsins í London og víðar.

„Ég hef ekki áhuga að hanga í Windsor-kastala,“ sagði hann í viðtali sem var tekið við hann í Afganistan í síðustu viku. Viðtalið hefur nú verið birt eftir að það fréttist af veru hans í Afganistan.

„Almennt séð þá er ég ekkert sérstaklega hrifinn af Englandi, og það er gott að geta verið fjarri öllum fjölmiðlunum og dagblöðunum, og laus við allt þetta kjaftæði sem þeir skrifa.“

Talið er ljóst að fjölmiðlaímynd prinsins muni styrkjast eftir dvöl hans í Afganistan. Fram kemur í breska götublaðinu The Sun að Harry sé „afar hugrakkur maður sem tók þá áhættu að vera sprengdur í loft af talibönum í þeim tilgangi að þjóna ættjörðinni með félögum sínum.“

Þá hefur Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, hrósað prinsinum í hástert.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu ekki meiri kröfur til sjálfs þín en þú ert fær um að standast. Reyndu að semja við alla sem þú hittir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu ekki meiri kröfur til sjálfs þín en þú ert fær um að standast. Reyndu að semja við alla sem þú hittir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach