Harry vill ekki snúa heim

Harry Bretaprins sést hér breskum herbúðum í Afganistan.
Harry Bretaprins sést hér breskum herbúðum í Afganistan. AP

Það má bú­ast við því að það verði vel tekið á móti Harry Bretaprins sem snýr heim til Eng­lands eft­ir að hafa gegnt herþjón­ustu í Af­gan­ist­an. Harry er hins veg­ar ósátt­ur við að vera send­ur heim. Hann seg­ist ekki vera neitt sér­stak­lega hrif­inn af Englandi, m.a. vegna allr­ar þeirra at­hygli sem þarlend­ir fjöl­miðlar veita hon­um.

Breska varn­ar­málaráðuneytið hef­ur sagt að Harry, sem er 23ja ára, verði kallaður heim frá Af­gan­ist­an þegar í stað eft­ir að banda­rísk vefsíða greindi frá veru prins­ins þar.

Emb­ætt­is­menn hafa hrósað bresk­um fjöl­miðlum fyr­ir að hafa virt frétta­bannið og ekki greint frá því að Harry hafi verið send­ur til Af­gan­ist­an. Óskað var eft­ir því að fjöl­miðlar myndu ekki greina frá þessu þegar búið var að ákveða að senda prins­inn ekki til Íraks af ör­ygg­is­ástæðum.

Harry er hins veg­ar ekki sátt­ur við breska fjöl­miðla, sem hafa und­an­far­in ár fjallað ít­ar­lega um skemmtana­líf prins­ins í London og víðar.

„Ég hef ekki áhuga að hanga í Windsor-kast­ala,“ sagði hann í viðtali sem var tekið við hann í Af­gan­ist­an í síðustu viku. Viðtalið hef­ur nú verið birt eft­ir að það frétt­ist af veru hans í Af­gan­ist­an.

„Al­mennt séð þá er ég ekk­ert sér­stak­lega hrif­inn af Englandi, og það er gott að geta verið fjarri öll­um fjöl­miðlun­um og dag­blöðunum, og laus við allt þetta kjaftæði sem þeir skrifa.“

Talið er ljóst að fjöl­miðlaí­mynd prins­ins muni styrkj­ast eft­ir dvöl hans í Af­gan­ist­an. Fram kem­ur í breska götu­blaðinu The Sun að Harry sé „afar hug­rakk­ur maður sem tók þá áhættu að vera sprengd­ur í loft af tali­bön­um í þeim til­gangi að þjóna ætt­jörðinni með fé­lög­um sín­um.“

Þá hef­ur Gor­don Brown, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, hrósað prins­in­um í há­stert.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Þú skalt fylgja eðlisávísun þinni og nýta krafta þína til að hjálpa öðrum. Yfirskilvitlegar upplýsingar blasa við þér, ef þú notar skilningavitin fimm til fullnustu fyrst.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Þú skalt fylgja eðlisávísun þinni og nýta krafta þína til að hjálpa öðrum. Yfirskilvitlegar upplýsingar blasa við þér, ef þú notar skilningavitin fimm til fullnustu fyrst.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir