Fortíð, nútíð og ekki hvað síst framtíð eru íhugunarefni á hlaupársdegi, sem ber þess vegna að nýta til hvíldar frá daglegu amstri og hugleiðinga um hvernig megi gera sér lífið þekkilegra í þeirri óræðu framtíð sem bíður.
Hlaupársdagur er því hvíldardagur í Menntaskólanum á Akureyri, þar sem gangar og stofur hafa verið mannlausar í dag. Ekki er þó þar með sagt að nemendur og starfsfólk hafi verið í fríi, segir Jón Már Héðinsson skólameistari.