Menntaskólinn í Reykjavík hafði betur í spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, í kvöld en MR fékk 26 stig en Verslunarskólinn 23 stig. Undanúrslitakeppnin hefst á fimmtudagskvöldið í næstu viku og þar mætast Menntaskólinn á Akureyri og Menntaskólinn við Hamrahlíð. Á föstudagskvöldið mætast Borgarholtsskólinn og MR í undanúrslitunum.
Það eru síðan sigurliðin úr viðureignunum í næstu viku sem mætast í úrslitakeppninni viku síðar. Allar viðureignirnar eru sýndar í beinni útsendingu í Sjónvarpinu og útvarpað á Rás 2.