Mýrin fær góða dóma í New York Times

Ingvar E. Sigurðsson í hlutverki Erlendar lögreglumanns í Mýrinni.
Ingvar E. Sigurðsson í hlutverki Erlendar lögreglumanns í Mýrinni.

Sýningar eru að hefjast á kvikmyndinni Mýrinni í New York um helgina. Blaðið New York Times birtir í dag umsögn um myndina og segir m.a. að um sé að ræða óvenjulega úthugsaða og kraftmikla spennumynd.   

A. O. Scott, gagnrýnandi blaðsins, segir að sú mynd, sem birtist af Íslandi í Mýrinni sé væntanlega ekki sú sem ferðamálayfirvöld vilji halda að útlendingum. Persónur í myndinni virðast sveipaðar þoku óhamingjunnar en í lok myndarinnar komist áhorfandinn ekki hjá því að hugsa til þessa staðar með ákveðinni hlýju, að hluta til vegna þess hve Baltasar Kormáki, leikstjóra þyki augljóslega vænt um landið og eftirnafnalausa íbúa þess.

Í niðurlagi umsagnarinnar segir, að tilfinningarnar í miðpunkti þessarar heimspekilegu leynilögreglusögu séu myrkar og flóknar, líkt og það sem virðist vera grafið undir hverju gólfborði. Mýrin sé kuldaleg og vitsmunaleg en á sama tíma óhugnanlega lifandi.

„Erlendur situr heima hjá sér eitt kvöld og rífur í sundur sinn venjulega sviðakjamma með fingrunum á meðan hann skoðar málsgögn. Þetta er samtímis stórkarlalegt, holdlegt og undarlega hlýlegt, en allt eru þetta orð sem mætti nota til að lýsa þessari einkennilegu og yfirþyrmandi kvikmynd," segir gagnrýnandinn.

Gagnrýni New York Times

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Torill Thorup