Mýrin fær góða dóma í New York Times

Ingvar E. Sigurðsson í hlutverki Erlendar lögreglumanns í Mýrinni.
Ingvar E. Sigurðsson í hlutverki Erlendar lögreglumanns í Mýrinni.

Sýn­ing­ar eru að hefjast á kvik­mynd­inni Mýr­inni í New York um helg­ina. Blaðið New York Times birt­ir í dag um­sögn um mynd­ina og seg­ir m.a. að um sé að ræða óvenju­lega út­hugsaða og kraft­mikla spennu­mynd.   

A. O. Scott, gagn­rýn­andi blaðsins, seg­ir að sú mynd, sem birt­ist af Íslandi í Mýr­inni sé vænt­an­lega ekki sú sem ferðamála­yf­ir­völd vilji halda að út­lend­ing­um. Per­són­ur í mynd­inni virðast sveipaðar þoku óham­ingj­unn­ar en í lok mynd­ar­inn­ar kom­ist áhorf­and­inn ekki hjá því að hugsa til þessa staðar með ákveðinni hlýju, að hluta til vegna þess hve Baltas­ar Kor­máki, leik­stjóra þyki aug­ljós­lega vænt um landið og eft­ir­nafna­lausa íbúa þess.

Í niður­lagi um­sagn­ar­inn­ar seg­ir, að til­finn­ing­arn­ar í miðpunkti þess­ar­ar heim­speki­legu leyni­lög­reglu­sögu séu myrk­ar og flókn­ar, líkt og það sem virðist vera grafið und­ir hverju gólf­borði. Mýr­in sé kulda­leg og vits­muna­leg en á sama tíma óhugn­an­lega lif­andi.

„Er­lend­ur sit­ur heima hjá sér eitt kvöld og ríf­ur í sund­ur sinn venju­lega sviðakjamma með fingr­un­um á meðan hann skoðar máls­gögn. Þetta er sam­tím­is stór­karla­legt, hold­legt og und­ar­lega hlý­legt, en allt eru þetta orð sem mætti nota til að lýsa þess­ari ein­kenni­legu og yfirþyrm­andi kvik­mynd," seg­ir gagn­rýn­and­inn.

Gagn­rýni New York Times

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Mundu að hlutirnir eru ekki bara hvítir eða svartir. Hafðu þitt á hreinu áður en þú hefur upp raust þína um menn og málefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Mundu að hlutirnir eru ekki bara hvítir eða svartir. Hafðu þitt á hreinu áður en þú hefur upp raust þína um menn og málefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell