Ólst ekki upp hjá úlfum

Misha Defonseca og Vera Lee sem ritaði bókina með henni …
Misha Defonseca og Vera Lee sem ritaði bókina með henni 2001. AP

Í ljós hefur komið að bæði franskur bókaútgefandi og kvikmyndaframleiðandi létu gabbast af upploginni sjálfsævisögu um afdrif ungrar gyðingastúlku sem þvældist um Mið- og Austur-Evrópu með hópi villtra úlfa sem höfðu tekið hana í fóstur eftir að foreldrar hennar voru teknir höndum af Nasistum í Belgíu í seinni heimstyrjöldinni.

Gerð var leikin kvikmynd eftir bókinni sem heitir á ensku Surviving With Wolves og var frumsýnd í Frakklandi í janúar síðast liðnum.

Það var belgíska dagblaðið Le Soir, sem komst að því að Misha Defonseca, hin 70 kona sem ritaði bókina er ekki af gyðingaættum og laug því að útgefandanum að þetta væri sjálfsævisaga.

Nú þarf að færa bókina yfir í skáldsagnadeildir bókabúða og fjarlægja „byggt á sannsögulegum atburðum" úr titlum kvikmyndarinnar.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Loka