Plata Garðars tilnefnd til Brit-verðlauna

Garðar Thor Cortes.
Garðar Thor Cortes. Árvakur/Kristinn

Cortes, hljómplata Garðars Thors Cortes, hefur verið tilnefnd til bresku tónlistarverðlaunanna fyrir klassíska tónlist í flokknum hljómplata ársins árið 2007.  Verðlaunin verða  afhent í Royal Albert Hall í maí.

Plata Garðars kom út í Bretlandi í apríl á síðasta ári og fór beint í fyrsta sæti klassíska listans og sat þar í þrjár vikur.

Tilnefningar í flokknum plata ársins eru þær fyrstu sem kynntar eru en tilnefningar í öðrum flokkum verða kynntar í byrjun mars. Þetta er eini flokkurinn þar sem almenningi gefst kostur á að kjósa um en kosningin mun fara fram á heimasíðu verðlaunanna og hefst kosningin 6. mars.

Sir Paul McCartney hlaut verðlaunin fyrir plötu ársins í fyrra fyrirEcce Cor Meum. Árin tvö á undan vann messósópransöngkonan Katherine Jenkins þennan flokk.

Heimasíða Brit-verðlaunanna

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir