Ljótu hálfvitarnir á Húsavík

Ljótu hálfvitarnir á Húsavík
Ljótu hálfvitarnir á Húsavík mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Þingeyska hljómsveitin Ljótu hálfvitarnir brúaði kynslóðarbilið á einum degi þegar sveitin hélt tvenna tónleika í dag á Húsavík. Og þeir þriðju verða síðan í kvöld. Hálfvitarnir byrjuðu á dvalarheimilinu Hvammi eftir hádegið og að sögn Arngríms Arnarsonar, liðsmanns hálfvita, var frábært að hitta gamla fólkið og spila fyrir það.

„Við spiluðum nokkur lög á lægri nótunum og síðan drukkum við kaffi með gamla fólkinu. Það má segja að það hafi farið meiri tími í spjall við vistmenn heldur en spilamennsku því að við vorum spurðir út í eitt hverra manna við værum og þar eftir götunum” sagði Aggi og bætti við að þetta hafi verið mjög skemmtileg stund.

Síðdegis voru svo tónleikar fyrir unga og upprennandi hálfvita á Fosshótel Húsavík og var vel mætt en tónleikarnir voru í boði nokkurra fyrirtækja á Húsavík. 

Í kvöld verða svo aðrir tónleikar á hótelinu og þá fyrir fullvaxta og borgandi hálfvita eins og Aggi komst að orði. Á  þessum tónleikum í dag og kvöld frumflytja hálfvitarnir lög sem verða á næstu plötu þeirra sem og eldri lög sveitarinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í sterkum tengslum við tilfinningar þínar í dag og því er hætt við að þú segir eitthvað sem þú átt eftir að iðrast síðar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Lucinda Riley og Harry Whittaker
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Moa Herngren
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í sterkum tengslum við tilfinningar þínar í dag og því er hætt við að þú segir eitthvað sem þú átt eftir að iðrast síðar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Lucinda Riley og Harry Whittaker
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Moa Herngren