Gaman að reyna að eignast barn

Gavin og Gwen.
Gavin og Gwen. Reuters

Söngkonan Gwen Stefani segir að hún hafi skemmt sér stórkostlega við það að reyna að eignast barn. Stefani á fyrir nærri tveggja ára gamlan son Kingston með eiginmanni sínum, rokkaranum Gavin Rossdale en nú munu hjónakornin eiga von á öðru barni.

„Það var frábært að reyna að verða ófrísk,“ viðurkenndi söngkonan í viðtali við V tímaritið á dögunum. Í sama viðtali ræddi Stefani um móðurhlutverkið og hvernig það breytti lífi hennar að eignast Kingston en þess má geta að peyinn var valinn sá flottasti í tauinu í öðru glystímariti á dögunum.

„Ég fer næstum að gráta þegar ég byrja að tala um Kingston. Einfaldir hlutir eins og að svæfa hann eru svo magnaðir að það er ólýsanlegt.“ Þá sagði hún einnig í viðtalinu að Kingston væri þegar byrjaður að hlusta mikið á tónlist og byrjaður að slamma eins og pabbi hans. „Hann syngur mjög mikið og slammar þá oft um leið. Ég elska hann svo mikið. Hann er það besta sem hefur komið fyrir mig.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir