Grínmynd vinsælust vestanhafs

Grínmynd Will Ferrells, Semi-Pro var vinsælasta myndin í Bandarískum kvikmyndahúsum um helgina. Ferrell leikur aðalhlutverkið í myndinni sem fjallar um körfubolta á léttan hátt. Alls skilaði myndin 15,3 milljónum dala í kassann sem þykir ekki mikið í heimi kvikmyndahúsanna í Bandaríkjunum á frumsýningarhelgi.

Kvikmyndafyrirtækið New Line gefur myndina út en í síðustu viku var greint frá því að fyrirtækið yrði sameinað öðru félagi í eigu Time Warner, Warner Bros., til að draga úr rekstrarkostnaði.

1. Semi-Pro, 15,3 milljónir dala

2. Vantage Point 13 milljónir dala

3. Spiderwick Chronicles, 8,8 milljónir dala

4. The Other Boleyn Girl, 8,3 milljónir dala

5. Jumper, 7,6 milljónir dala

6. Step Up 2 The Streets, 5,7 milljónir dala

7. Fool's Gold, 4,7 milljónir dala

8. "Penelope," $4 million (€2.64 million).

9. "No Country For Old Men," $4 million (€2.64 million).

10. "Juno," $3.4 million (€2.24 million).

Will Ferrell og Woody Harrelson, í myndinni Semi-Pro
Will Ferrell og Woody Harrelson, í myndinni Semi-Pro AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar