Björk tileinkaði Tíbetum lag

Björk á tónleikumvið óperuhúsið í Sydney í Ástralíu.
Björk á tónleikumvið óperuhúsið í Sydney í Ástralíu. AP

Fréttavefurinn Earth Times segir frá því að Björk Guðmundsdóttir hafi tileinkað sjálfstæðisbaráttu Tíbeta lagið „Declare Independence“ (Lýsið yfir sjálfstæði) á tónleikum tónlistarkonunnar í Sjanghæ á sunnudag. Earth Times hefur eftir sjónarvottum á tónleikunum að Björk hafi sungið Tíbet, Tíbet á eftir ljóðlínunum Raise your flag (dragið fána að húni) undir lok lagsins en uppátækið hafi að öllum líkindum farið framhjá þeim 3.000 gestum sem sóttu tónleikana í íþróttahöllinni.

Earth Times segir hins vegar líklegt að uppátæki Bjarkar muni ergja kínversk stjórnvöld enda hafi það gerst áður að útlendingar hafi verið reknir úr landi fyrir að taka upp málstað Tíbets fyrir sjálfstæði. Talsmaður kínverska tónleikahaldarans sagði í viðtali við Earth Times að hann hefði ekki heyrt umrætt lag og neitaði að tjá sig frekar um málið. Frá því var sagt hér í Morgunblaðinu fyrir stuttu að Björk hefði notað sama lag á tónleikum í Tókýó til að lýsa yfir stuðningi við sjálfstæðisyfirlýsingu Kosovo og í framhaldinu var tónleikum Bjarkar í Serbíu aflýst.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar