Bo fyllir fjölleikahúsið

Björgvin Halldórsson á Broadway.
Björgvin Halldórsson á Broadway. mbl.is

Björgvin Halldórsson, jafnan kallaður Bo Hall, er þekktur fyrir allt annað en að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur. 24. apríl nk, sumardaginn fyrsta, heldur Bo stórtónleika í Cirkusbygningen í Kaupmannahöfn með tíu manna hljómsveit og 18 manna strengjasveit Sinfóníuhljómsveitar Konunglegu óperunnar í Kaupmannahöfn. Þar munu auk þess koma fram margir af þekktustu söngvurum landsins, m.a. Stefán Hilmarsson, Svala dóttir Björgvins, Sigríður Beinteinsdóttir, Eyjólfur Kristjánsson og Regína Ósk.

Fyrirtækið Hótelbókanir í Kaupmannahöfn stendur að tónleikunum í samstarfi við Icelandair. Samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu í gær höfðu um 700 manns þegar pantað miða á tónleikana, um 150 miðar voru óseldir síðdegis í gær. Tónleikarnir fara fram undir borðhaldi en Cirkus-byggingin sögufræga getur rúmað um 900 manns í mat. Að loknu borðhaldi hefst svo dansleikur og þar mun Björgvin einnig skemmta með hljómsveit sinni og öðrum söngvurum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan